Valachan

Um Valachan – ríkið, menning og landsvæðið:
Valachan er ríki barónsins Ulriks von Kharkovs. Hann þykir almennt ekki of strangur og fer lítið fyrir honum í lífi íbúa Valachans. Ríkið er skógi vaxið, dýralífið í skóginum er fjölbreytilegt, villigeltir, dádýr, elgir, úlfar, refir og pardusdýr gera sig heimakomin þar ásamt íbúum Valachans, sem flestir eru mennskir (yfir 90%). Skipting milli annarra kynþátta er tiltölulega jöfn, einna besta tekst gnomes og halflings að blandast við menningu manna en aðrir kynþættir stinga í stúf og eru sumstaðar litnir hornauga, sér í lagi í minni byggðum.
Eðli málsins samkvæmt eru rekkar, barbarar og drúíðar algengastir og þá aðrar hefðbundnar stöður. Ekki er margir prestar og enn færri galdramenn. Meðal manna eru dökkir húðlitir ríkjandi og t.d. er baróninn svertingi. Eitthvað er þó af fólki sem er ljósara yfirlitum en það er í minnihluta og oftast aðflutt.
Í flestum bæjum og þorpum Valachan er mæðraveldi. Börn eru kennd við mæður sínar og sitja elstu húsmæður í þorpsráðum ásamt elstu drúíðum hvers svæðis fyrir sig. Húsmæður taka jafnan við stjórn húsa ætta sinna þegar ýmist yngsta barn hefur gifst eða fengið sér konu en engin regla er á hvaða dóttir tekur við stjórnartaumum í hverju húsi, er það undir geðþótta þeirrar sem lætur völdin af hendi að ákveða eftirmann sinn.
Flest hús í Valachan eru reist úr viði og minna helst á svissneska fjallakofa. Mænar og dyratré eru útskorin og á hver ætt sitt ættardýr sem jafnan er stillt fram í útskurðinum. Hefð er fyrir því að tilbiðja eða blóta frjósemisgoð sem kallað er Hafurinn bæði að vori og hausti. Önnur skipulögð trúarbrögð fara ekki fram en margir barbarar og drúíðar finna fyrir sérstökum tengslum við náttúru landsins og anda dýra.
Í Valachan eru þrjú megin skattsvæði, Unngarður en það svæði er syðst í Valachan. Þar búa tæplega 1500 manns í það heila, en um 500 manns eru í kringum þorpið sjálft en síðan finnast minni þorp og bæir í skóginum þar í kring. Í Rauðveldisborg búa um 2000 manns og annað eins í skóginum og lendunum umhverfis borgina. Í Helbenik, sem er höfuðborg Valachan, búa rúmlega 3500 manns. Barónin býr í Pantara kastala sunnan af Helbenik.
Milli þessara svæða liggur síðan Höfuðvegur en íbúar notast einnig við Arden fljót til samganga. Íbúar lifa einkum af gæðum landsins, bændur rækta bygg á litlum reitum en skógurinn þrengir fljótt að. Fjár- og svínarækt er einnig stunduð en helst veiða íbúar sér til matar og safna ávöxtum, hnetum, hunangi og þess háttar.
Að suðvestanverðu rísa Svörtufjöll, en þar rís hæst Silfurberg. Hlíðar fjallanna eru viði vaxnar og ná fæst yfir 1000 metrum að hæð. Ferðalög milli landshluta eru ekki stunduð af almenningi sem heldur sig í heimabyggð nær allt sitt líf. Aðeins þeir allra djörfustu ráða sig til kaupmanna og flakka milli þorpanna.

Valachan

Hvítan - Ravenloft (Valachan) tmar78